Ölvaður ökumaður, sem líka var undir áhrifum fíkniefna, var tekinn úr umferð á Selfossi í nótt. Hann var líka réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs. Þá virðist bíllinn hafa marga fjöruna sopið því hann var sjúskaður og dældaður í bak og fyrir.
Ölvaður, dópaður og réttindalaus undir stýri
