Bifreið brann til kaldra kola í Engjaseli rétt fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn slökkviliðsins var bifreiðin mannlaus þegar eldurinn kom upp en eldsupptök er ekki kunn. Talsverður erill hefur verið hjá slökkviliðinu í dag. Slökkviliðsmenn voru kallaðir að 10/11 við Hjarðarhaga fyrir stundu þar sem kveikt hafði verið í ruslagámi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var enginn í hættu. Þá var slökkviliðið kallað að Vallarhúsum í hálfþrjú í dag þar sem kveiknaði í bakaraofni. Slökkvistarf gekk mjög vel að sögn slökkviliðsmanna og urðu litlar skemmdir af völdum eldsins.
