Mannréttindi samþætt í utanríkisstefnuna Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2007 18:30 Mannréttindi eiga að vera samofin öllu atferli í utanríkisstefnu Íslendinga, sagði utanríkisráðherra þegar hann gaf Alþingi skýrslu um utanríkismál í dag. Formaður Vinstri grænna segir sömu hernaðarhyggjuna og áður ráða áherslum ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Utanríkisráðherra reifaði stefnuna í öllum helstu málaflokkum utanríkisráðuneytisins í fyrstu skýrslu sinni um utanríkismál til Alþingis í dag, nema Evrópumál, sem hún boðaði sérstaka skýrslu um til Alþingis í janúar. Ingibjörg Sólrún sagði að sérstök áhersla yrði lögð á að þróunarhjálp kæmi konum og börnum til góða og nýttist til aukinnar menntunar. Þá yrði meiri áhersla lögð á málefni Miðausturlanda en gert hefði verið og rík áhersla lögð á samvinnu þjóða um framtíð norðurslóða. Ráðherra leggur áherslu á að mannréttindi verði samþætt í alla þætti utanríkisstefnunnar. "Ég árétta þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að baráttuna gegn hryðjuverkum megi aldrei heyja á kostnað mannréttinda og virða skuli alþjóðlegar mannúðar- og mannréttindareglur skilyrðislaust í þeirri baráttu," sagði utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra undirstrikaði mikilvægi starfa Íslensku friðargæslunnar sem nú tæki þátt í verkefnum í átta löndum. Og í varnarmálum hefði hafist nýtt skeið við brottför Bandaríkjahers frá landinu. Ingibjörg Sólrún sagði að vitaskuld vægi varnarsamningurinn við Bandaríkin frá árinu 1951 þungt í vörnum Íslands. En nýir rammasamningar við Noreg og Danmörku um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála á friðartímum væru mikilvægir. Þá væri viðlíka samstarf við Bretland og Kanada, Þýskaland og Frakkland í deiglunni. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna fagnaði áherslum á málefni norðurslóða, en hann var ekki eins ánægður með stefnuna í öryggis- og varnarmálum og sagði að nú stefndi í að hernaðarleg útgjöld Íslendinga yrðu á bilinu 2,1 - 2,6 milljarðar króna á ári. "Og ég held að við séum að glata hér niður alveg sorglega góðu tækifæri til að brjóta í blað í utanríkismálum Íslands og endurskilgreina þetta viðfangsefni. Það erum við því miður ekki að gera," sagði Steingrímur. Stefna ríkisstjórnarinnar væri því miður föst í gömlum farvegi hernaðarhyggjunnar. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Mannréttindi eiga að vera samofin öllu atferli í utanríkisstefnu Íslendinga, sagði utanríkisráðherra þegar hann gaf Alþingi skýrslu um utanríkismál í dag. Formaður Vinstri grænna segir sömu hernaðarhyggjuna og áður ráða áherslum ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Utanríkisráðherra reifaði stefnuna í öllum helstu málaflokkum utanríkisráðuneytisins í fyrstu skýrslu sinni um utanríkismál til Alþingis í dag, nema Evrópumál, sem hún boðaði sérstaka skýrslu um til Alþingis í janúar. Ingibjörg Sólrún sagði að sérstök áhersla yrði lögð á að þróunarhjálp kæmi konum og börnum til góða og nýttist til aukinnar menntunar. Þá yrði meiri áhersla lögð á málefni Miðausturlanda en gert hefði verið og rík áhersla lögð á samvinnu þjóða um framtíð norðurslóða. Ráðherra leggur áherslu á að mannréttindi verði samþætt í alla þætti utanríkisstefnunnar. "Ég árétta þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að baráttuna gegn hryðjuverkum megi aldrei heyja á kostnað mannréttinda og virða skuli alþjóðlegar mannúðar- og mannréttindareglur skilyrðislaust í þeirri baráttu," sagði utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra undirstrikaði mikilvægi starfa Íslensku friðargæslunnar sem nú tæki þátt í verkefnum í átta löndum. Og í varnarmálum hefði hafist nýtt skeið við brottför Bandaríkjahers frá landinu. Ingibjörg Sólrún sagði að vitaskuld vægi varnarsamningurinn við Bandaríkin frá árinu 1951 þungt í vörnum Íslands. En nýir rammasamningar við Noreg og Danmörku um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála á friðartímum væru mikilvægir. Þá væri viðlíka samstarf við Bretland og Kanada, Þýskaland og Frakkland í deiglunni. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna fagnaði áherslum á málefni norðurslóða, en hann var ekki eins ánægður með stefnuna í öryggis- og varnarmálum og sagði að nú stefndi í að hernaðarleg útgjöld Íslendinga yrðu á bilinu 2,1 - 2,6 milljarðar króna á ári. "Og ég held að við séum að glata hér niður alveg sorglega góðu tækifæri til að brjóta í blað í utanríkismálum Íslands og endurskilgreina þetta viðfangsefni. Það erum við því miður ekki að gera," sagði Steingrímur. Stefna ríkisstjórnarinnar væri því miður föst í gömlum farvegi hernaðarhyggjunnar.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira