Enski boltinn

Grant hefur komið á óvart

NordicPhotos/GettyImages

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að árangur Avram Grant með liðið undanfarið hafi farið fram úr vonum. Chelsea hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum síðan Grant tók við af Jose Mourinho.

"Grant hefur farið fram úr vonum manna og hefur unnið sjö leiki í röð - þar af nokkra stóra leiki. Maður verður að hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið og Grant og liðið eiga heiður skilinn," sagði Kenyon.

"Fyrir fimm eða sex vikum var fólk farið að afskrifa Chelsea en á laugardaginn vorum við samt í þriðja sæti í deildinni, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal," sagði Kenyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×