Enski boltinn

Segir Berbatov ekki á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar

Damien Comolli, stjórnarmaður hjá Tottenham, segir að sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov sé ekki á förum frá liðinu. Berbatov var ekki í byrjunarliðinu þegar Juande Ramos stýrði sínum fyrsta leik síðasta laugardag.

„Ég talaði við umboðsmann Dimitars og hann sagði mér að leikmaðurinn væri ekki að sækjast eftir því að fara frá okkur. Hann er samningsbundinn okkur og ég veit að hann er framtíðarmaður í áætlunum Juande Ramos," sagði Comolli.

Berbatov var keyptur til Tottenham frá Þýska liðinu Bayer Leverkusen sumarið 2006. Breskir fjölmiðlar hafa verið duglegir við að orða hann við Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×