Árekstrahrina varð í Reykjavík í gær í fyrstu umtalsverðu hálku vetrarins. Engin slasaðist þó alvarlega en talsvert eignatjón varð. Þá urðu þónokkrir árekstrar á Akureyri eftir að þar fór að snjóa um klukkan sex síðdegis. Lögregla hafði í nægu að snúast vegna þeirra og við að aðstoða fólk, sem ekki komst leiðar sinnar vegna hálku. Þar er enn mikil hálka og sömuleiðis á þjóðvegum víða um land.
Árekstrahrina í hálkunni
