Innlent

Meira en 80 kindur drápust í bílveltu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fleiri tugir kinda drápust þegar vegkantur gaf sig og bíllinn valt.
Fleiri tugir kinda drápust þegar vegkantur gaf sig og bíllinn valt.

Sjötíu og níu kindur drápust þegar flutningabíll með um 230 kindum valt við afleggjarann að Arnarstöðum við Stykkishólm skömmu fyrir klukkan þrjú í dag.

Auk þess þurfti að aflífa 5 kindur, að sögn Gísla Guðmundssonar varðstjóra lögreglunnar á Snæfellsnesi. Bílstjórann sakaði ekki.

Eins og greint var frá á Vísi í dag mun vegkantur hafa gefið sig og orðið til þess að vörubíllinn valt. Veður var slæmt á slysstað, rok og rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×