Innlent

Bæjarráð styður uppbyggingu í fangelsismálum við Litla-Hraun

MYND/Heiða

Bæjarráð Árborgar styður eindregið áskorun starfsmanna Litla-Hrauns um að ráðist verði í enn meiri uppbyggingu þar í fangelsismálum en áætlanir gera ráð fyrir.

Áskorun starsmanna Litla-Hrauns var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Árborgar í dag en starfsmennirnir telja mun vænlegra að fjölga fangelsisplássum á Eyrarbakka í stað þess að ráðast í stórfellda uppbygginu á fangelsi á Hólmsheiði. Þá leggja þeir einnig til að Fangelsismálastofnun verði flutt í Árborg.

Í ályktun frá bæjarráði Árborgar eru ríkisvaldið hvatt til að skoða þetta mál af fullri alvöru og lýsir bæjarráðið sig tilbúið til samráðs um slíka uppbyggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×