Stjórnskipulagi HÍ breytt með samruna við KHÍ 25. október 2007 13:48 Töluverðar breytingar eru í uppsiglingu innan HÍ. MYND/Gva Umtalsverðar breytingar verða á stjórnskipulagi Háskóla Íslands um leið og Háskólinn sameinast Kennaraháskóla Íslands um mitt næsta ár. Þetta kom fram á fundi Kristínar Ingólfsdóttur rektors með starfsmönnum og nemendum Háskólans nú í hádeginu. Eftir því sem segir í tilkynningu frá háskólanum voru skipulagsbreytingarnar samþykktar á fundi háskólaráðs á þriðjudag. Stefnt er að því að stækka grunneiningar í skólanum, dreifa valdinu og stórefla stoðþjónustu við nemendur og kennara. Þá á stjórnsýslan að verða einfaldari og skilvirkari. Lagt er til að Háskólanum verið skipt upp í fimm fræðasvið. Þau eru félagsvísinda-, laga- og viðskiptasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið, menntavísindasvið, sem Kennaraháskólinn heyri undir og loks verkfræði - og raunvísindasvið. Á hverju fræðsviði verður svo starfræktur þjónustukjarni sem sameinar á einum stað og í nálægð við notendur helstu þjónustuþætti sem nemendur og starfsfólk Háskólans þarf á að halda til að geta náð framúrskarandi árangri í störfum sínum, eins og segir í tilkynningu Háskólans. Þar segir einnig að með þessu sé stigiðstórt skref í þá átt að gera Háskóla Íslands að enn öflugri háskóla fyrir íslenskt samfélag og á alþjóðavísu. Forsetar fræðasviða fá mikið vald Lagt er til að ýmis verkefni rektors og yfirstjórnar verði falin fræðasviðunum fimm og forsetum þeirra. Endanlegt vald í tilteknum málum, s.s. í tengslum við nýráðningar, starfsmannamál, fjármál og fagleg málefni, eru flutt frá rektor og yfirstjórn til forseta fræðasviða. Deildir háskólans bera svo ábyrgð á kennslu og rannsóknum og hefur hver deild æðsta vald um fagleg málefni. Þá segir í tilkynningunni að forsenda umbótanna séu stórauknar tekjur Háskóla Íslands á komandi árum. Samningur Háskóla Íslands við menntamálaráðuneytið í upphafi þessa árs um viðbótarfjármagn til uppbyggingar kennslu, rannsókna og framhaldsnáms sé stórt skref í þá átt. Endurskoðun liður í að hámarka árangur skólans „Endurskoðun á stjórnskipulagi er liður í stefnu okkar og markmiðið er að hámarka skilvirkni, árangur og vellíðan okkar sem hér störfum - þ.e.a.s. starfsfólks og stúdenta. Ég tel þann árangur sem náðst hefur í þessu víðtæka samráðsferli endurspegla kjark og samhug háskólasamfélagsins. Ég er gífurlega þakklát nefndarmönnum, deildarforsetum, stúdentum og öllu því frábæra fólki, bæði innan Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands sem hefur tekið þátt í að leiða verkefnið til farsælla lykta," segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ. „Ég tel að þessar breytingar komi sér afar vel fyrir stúdenta. Stúdentar hafa komið að vinnu við tillögurnar á öllum stigum málsins og hefur virkilega verið hlustað á athugasemdir okkar. Ég lít á þessar breytingar sem einn lið í þeirri viðleitni stjórnenda skólans að bæta þjónustu við nemendur verulega. Þjónustan er færð nær stúdentum og allt verður einfaldað. Háskólatorgið verður svo auðvitað tekið í notkun þann 1. desember og þá munu stúdentar strax finna fyrir verulega bættri þjónustu. Það eru því bjartir tímar framundan fyrir stúdenta við Háskóla Íslands," segir Dagný Ósk Aradóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ. Helstu atriði í nýju skipulagi má sjá hér að neðan. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Umtalsverðar breytingar verða á stjórnskipulagi Háskóla Íslands um leið og Háskólinn sameinast Kennaraháskóla Íslands um mitt næsta ár. Þetta kom fram á fundi Kristínar Ingólfsdóttur rektors með starfsmönnum og nemendum Háskólans nú í hádeginu. Eftir því sem segir í tilkynningu frá háskólanum voru skipulagsbreytingarnar samþykktar á fundi háskólaráðs á þriðjudag. Stefnt er að því að stækka grunneiningar í skólanum, dreifa valdinu og stórefla stoðþjónustu við nemendur og kennara. Þá á stjórnsýslan að verða einfaldari og skilvirkari. Lagt er til að Háskólanum verið skipt upp í fimm fræðasvið. Þau eru félagsvísinda-, laga- og viðskiptasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið, menntavísindasvið, sem Kennaraháskólinn heyri undir og loks verkfræði - og raunvísindasvið. Á hverju fræðsviði verður svo starfræktur þjónustukjarni sem sameinar á einum stað og í nálægð við notendur helstu þjónustuþætti sem nemendur og starfsfólk Háskólans þarf á að halda til að geta náð framúrskarandi árangri í störfum sínum, eins og segir í tilkynningu Háskólans. Þar segir einnig að með þessu sé stigiðstórt skref í þá átt að gera Háskóla Íslands að enn öflugri háskóla fyrir íslenskt samfélag og á alþjóðavísu. Forsetar fræðasviða fá mikið vald Lagt er til að ýmis verkefni rektors og yfirstjórnar verði falin fræðasviðunum fimm og forsetum þeirra. Endanlegt vald í tilteknum málum, s.s. í tengslum við nýráðningar, starfsmannamál, fjármál og fagleg málefni, eru flutt frá rektor og yfirstjórn til forseta fræðasviða. Deildir háskólans bera svo ábyrgð á kennslu og rannsóknum og hefur hver deild æðsta vald um fagleg málefni. Þá segir í tilkynningunni að forsenda umbótanna séu stórauknar tekjur Háskóla Íslands á komandi árum. Samningur Háskóla Íslands við menntamálaráðuneytið í upphafi þessa árs um viðbótarfjármagn til uppbyggingar kennslu, rannsókna og framhaldsnáms sé stórt skref í þá átt. Endurskoðun liður í að hámarka árangur skólans „Endurskoðun á stjórnskipulagi er liður í stefnu okkar og markmiðið er að hámarka skilvirkni, árangur og vellíðan okkar sem hér störfum - þ.e.a.s. starfsfólks og stúdenta. Ég tel þann árangur sem náðst hefur í þessu víðtæka samráðsferli endurspegla kjark og samhug háskólasamfélagsins. Ég er gífurlega þakklát nefndarmönnum, deildarforsetum, stúdentum og öllu því frábæra fólki, bæði innan Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands sem hefur tekið þátt í að leiða verkefnið til farsælla lykta," segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ. „Ég tel að þessar breytingar komi sér afar vel fyrir stúdenta. Stúdentar hafa komið að vinnu við tillögurnar á öllum stigum málsins og hefur virkilega verið hlustað á athugasemdir okkar. Ég lít á þessar breytingar sem einn lið í þeirri viðleitni stjórnenda skólans að bæta þjónustu við nemendur verulega. Þjónustan er færð nær stúdentum og allt verður einfaldað. Háskólatorgið verður svo auðvitað tekið í notkun þann 1. desember og þá munu stúdentar strax finna fyrir verulega bættri þjónustu. Það eru því bjartir tímar framundan fyrir stúdenta við Háskóla Íslands," segir Dagný Ósk Aradóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ. Helstu atriði í nýju skipulagi má sjá hér að neðan.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira