Rekaviður hættur að berast að ströndum Íslands 14. október 2007 19:31 Rekaviður, sem biskupar fyrr á öldum töldu grundvöll Íslandsbyggðar, er mikið til hættur að berast að ströndum landsins.Svo mikilvægur þótti rekaviður í skóglausu landi fyrr á öldum að í biskupsannál frá 1680 segir að ef rekans nyti ekki við þá "væri úti um byggð vora". 725 jarðir allt í kringum landið höfðu hlunnindi af reka, að mati Lúðvíks Kristjánssonar í ritinu Íslenskir sjávarhættir. Stærstu drumbarnir nýttust í húsbyggingar og voru sagaðir niður í smíðavið, minni spýtur fóru í girðingarstaura og restin fór í eldivið. Norskur skógfræðingur sýndi fram á það fyrir tuttugu árum að rekaviðurinn sem berst til Íslands sé að mestu lerki úr skógum Síberíu. Jörðin Miðfjörður við Bakkaflóa á stóra rekafjöru og þar eru gluggarnir í nýja íbúðarhúsinu, sem Marinó Oddsson er að byggja, úr rekavið. Hann á enn ágætis borðvið úr reka. Marinó segir að stórir drumbar séu mikið til hættir að berast. Nú komi í mesta lagi ein og ein spýta. Hann segir að fara þurfi aftur til hafísáranna fyrir 1970 til að finna dæmi um góð rekaár en síðustu tíu til fimmtán ár hafi að mestu tekið fyrir rekann.Sú skýring sem talin er nærtækust er að Rússa passir nú betur upp á timbrið sitt og sleppi því ekki lengur úr Síberíufljótunum út í Íshafið.Hlunnindaráðunautur bændasamtakanna, Árni Snæbjörnsson, er ekki viss um þessa skýringu og bendir á að fyrr á öldum hafi oft komið tímabil rekleysis. Menn telji að rekinn sé mestur þegar saman fari ákveðin staða ísrandar við Austur-Grænland og langvarandi norðaustanátt. Þessi skilyrði í hafinu kunni að hafa breyst.Fyrir nútíma samfélag skiptir rekinn hins vegar minna máli en áður. Timbur þyki ekki jafn dýrt nú og fyrrum. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Rekaviður, sem biskupar fyrr á öldum töldu grundvöll Íslandsbyggðar, er mikið til hættur að berast að ströndum landsins.Svo mikilvægur þótti rekaviður í skóglausu landi fyrr á öldum að í biskupsannál frá 1680 segir að ef rekans nyti ekki við þá "væri úti um byggð vora". 725 jarðir allt í kringum landið höfðu hlunnindi af reka, að mati Lúðvíks Kristjánssonar í ritinu Íslenskir sjávarhættir. Stærstu drumbarnir nýttust í húsbyggingar og voru sagaðir niður í smíðavið, minni spýtur fóru í girðingarstaura og restin fór í eldivið. Norskur skógfræðingur sýndi fram á það fyrir tuttugu árum að rekaviðurinn sem berst til Íslands sé að mestu lerki úr skógum Síberíu. Jörðin Miðfjörður við Bakkaflóa á stóra rekafjöru og þar eru gluggarnir í nýja íbúðarhúsinu, sem Marinó Oddsson er að byggja, úr rekavið. Hann á enn ágætis borðvið úr reka. Marinó segir að stórir drumbar séu mikið til hættir að berast. Nú komi í mesta lagi ein og ein spýta. Hann segir að fara þurfi aftur til hafísáranna fyrir 1970 til að finna dæmi um góð rekaár en síðustu tíu til fimmtán ár hafi að mestu tekið fyrir rekann.Sú skýring sem talin er nærtækust er að Rússa passir nú betur upp á timbrið sitt og sleppi því ekki lengur úr Síberíufljótunum út í Íshafið.Hlunnindaráðunautur bændasamtakanna, Árni Snæbjörnsson, er ekki viss um þessa skýringu og bendir á að fyrr á öldum hafi oft komið tímabil rekleysis. Menn telji að rekinn sé mestur þegar saman fari ákveðin staða ísrandar við Austur-Grænland og langvarandi norðaustanátt. Þessi skilyrði í hafinu kunni að hafa breyst.Fyrir nútíma samfélag skiptir rekinn hins vegar minna máli en áður. Timbur þyki ekki jafn dýrt nú og fyrrum.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira