Innlent

Björn Ingi sá SMS: Til í allt - án Villa

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. MYND/Anton Brink.

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í Silfri Egils á RÚV í dag að hann hefði fyrir því „nokkuð áreiðanlegar" heimildir að sjálfstæðismenn hefðu verið byrjaðir í meirihlutaviðræðum við aðra flokka þegar REI málið stóð sem hæst í síðustu viku. Hann segist einnig hafa séð SMS skilaboð þar sem stóð: Til í allt - án Villa.

Björn Ingi lét ekki fylgja með hver hefði sent skilaboðin né hverjum þau voru ætluð. Fullyrt hefur veið að Þorbjörg Helga Vigfússdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi boðið Svandísi Svavarsdóttur aðild að meirihluta án aðkomu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Þessu neitaði Þorbjörg hins vegar staðfastlega í samtali við Vísi á föstudaginn.

Í samtalinu við Vísi segir Þorbjörg þó að þegar í ljós hafi komið að meirihlutinn hafi verið sprunginn hafi verið send SMS til ýmissa aðila en að í engu þeirra hafi verið boðið upp á samstarf án Vilhjálms.

Í samtali við Vísi fyrr í dag vildi Svandís Svavarsdóttir ekki tjá sig um þessar sögusagnir, sagði þær ekki svaraverðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×