Innlent

Troðfullt á tónleikum Megasar

Meistari Megas spilaði fyrir fullri Laugardalshöll í gærkvöldi. Hann tók bæði nýja og gamla slagara við mikinn fögnuð áhorfenda.

Með Megasi léku Senuþjófarnir sem tókst þó ekki að stela senunni frá meistaranum. Tilefni tónleikanna er nýúgefin plata Megasar sem ber nafnið Frágangur. Sex ár eru liðin frá því að Megas gaf síðast út plötu en á Frágangi eru 12 ný lög eftir Megas og með honum á henni leika Senuþjófarnir. Fyrir troðfullri laugardalshöllinni lék meistarinn lög af plötunni en tók líka gamla góða slagara við mikinn fögnuð áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×