Saka Alþjóðahús um að niðurgreiða þýðingarþjónustu með styrkjum 25. september 2007 10:35 Þýðingastofan Skjal hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna þátttöku Alþjóðahúss í útboði Ríkiskaupa vegna túlka- og þýðingarþjónustu fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir. Fram kemur í tilkynningu frá Skjali að forsvarsmenn fyrirtækisins telji að Alþjóðahús, sem er einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sitji ekki við sama borð og einkarekin fyrirtæki og því óeðlilegt að það taki þátt í samkeppnisútboðum. Forsvarsmenn Skjals benda meðal annars á að Alþjóðahús sé með þjónustusamninga við fjögur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og njóti meðal annars styrkja frá félagsmálaráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, Hafnarfjarðarbæ og Landsvirkjun. Fer Skjal fram á það að samkeppnisyfirvöld kanni hvort starfsemi Alþjóðahúss uppfylli reglugerð um aðskilið bókhald hjá fyrirtækjum sem veitt eru sérstök réttindi eða einkaréttur.„Með því að bjóða upp á þýðingar og túlkun er Alþjóðahús í beinni samkeppni við fjölmarga þýðendur á markaði og höfum við ástæðu til að ætla að Alþjóðahús niðurgreiði þann hluta þjónustunnar með öðrum hlutum þess, þ.m.t. styrkjum sem fyrirtækið fær frá ríki og borg. Þannig nær fyrirtækið að bjóða upp á þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja sem styrkt er með almannafé," segir m.a. í kvörtuninni sem Skjal hefur sent Samkeppniseftirlitinu.Alls sendu sex aðilar inn tilboð í útboði Ríkiskaupa vegna túlka- og þýðingarþjónustu fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir. Tilboðin eru nú til skoðunar hjá Ríkiskaupum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Þýðingastofan Skjal hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna þátttöku Alþjóðahúss í útboði Ríkiskaupa vegna túlka- og þýðingarþjónustu fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir. Fram kemur í tilkynningu frá Skjali að forsvarsmenn fyrirtækisins telji að Alþjóðahús, sem er einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sitji ekki við sama borð og einkarekin fyrirtæki og því óeðlilegt að það taki þátt í samkeppnisútboðum. Forsvarsmenn Skjals benda meðal annars á að Alþjóðahús sé með þjónustusamninga við fjögur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og njóti meðal annars styrkja frá félagsmálaráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, Hafnarfjarðarbæ og Landsvirkjun. Fer Skjal fram á það að samkeppnisyfirvöld kanni hvort starfsemi Alþjóðahúss uppfylli reglugerð um aðskilið bókhald hjá fyrirtækjum sem veitt eru sérstök réttindi eða einkaréttur.„Með því að bjóða upp á þýðingar og túlkun er Alþjóðahús í beinni samkeppni við fjölmarga þýðendur á markaði og höfum við ástæðu til að ætla að Alþjóðahús niðurgreiði þann hluta þjónustunnar með öðrum hlutum þess, þ.m.t. styrkjum sem fyrirtækið fær frá ríki og borg. Þannig nær fyrirtækið að bjóða upp á þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja sem styrkt er með almannafé," segir m.a. í kvörtuninni sem Skjal hefur sent Samkeppniseftirlitinu.Alls sendu sex aðilar inn tilboð í útboði Ríkiskaupa vegna túlka- og þýðingarþjónustu fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir. Tilboðin eru nú til skoðunar hjá Ríkiskaupum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira