Innlent

Heilbrigðar konur fjarlægja jafnvel brjóst sín til að forðast krabbamein

Pétur Hauksson geðlæknir telur ákaflega vafasamt að bjóða almenningi að kaupa greiningu á erfðamengi sínu eins og Íslensk erfðagreining áformar að gera. Hann segir að svo geti farið að heilbrigðar konur með kortlagða áhættuþætti láti jafnvel fjarlægja brjóst sín til að fá ekki krabbamein.

Markmið Íslenskrar erfðagreiningar er að gera einstaklingum kleift að nálgast upplýsingar um áhættuþætti sjúkdóma. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins hefur sagt að engin stórvægileg siðferðisleg álitaefni séu því samfara að bjóða slíka þjónustu.

Því er Pétur Hauksson ekki sammála og segir að þessar upplýsingar geti verið notaðar í mjög vafasömum tilgangi en upplýsingar sem þessar geti verið meðhöndlaðar af rannsóknaraðilum, yfirvöldum og jafnvel tryggingafélögum.

Pétur segist ekki alveg sjá hvaða gagn einstaklingar hafi af upplýsingum sem bjóðast með þessari kortlagningu.

Fólk hafi átt nógu erfitt með að kljást við þekkta áhættuþætti eins og reykingar og offitu.

Hann segir nauðsynlegt að svara öllum siðferðislegum álitaefnum áður en farið er af stað með þjónustu af þessum toga.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×