Innlent

Veitingamenn funduðu á Ölstofunni

Andri Ólafsson skrifar

Veitingamenn hittust í dag á fundi til að fara yfir sín mál í kjölfar umræðu um skemmtanahald í miðborginni. Fundurinn var haldinn á Ölstofu Kormáks og Skjaldar og var vel sóttur að sögn eins fundarmanna.

Niðurstaða fundarins er sú að stefnt verður að því að stofna formlega félag veitingamanna í Reykjavík í byrjun næstu viku. Félaginu verður ætlað að berjast fyrir hagsmunum veitingamanna á ýmsum vettvangi.

Þeir hafa hingað til verið hluti af Félagi Hótel og Veitingamanna en telja nú að hagsmunum sínum sé betur borgað í nýju félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×