Innlent

Ekki reynt að koma í veg fyrir skráningu hlutafjár Straums í evrum

Seðlabankastjóri segir að ekki sé verið að koma í veg fyrir að Straumur Burðarás skrái hlutafé sitt í evrum, heldur sé gloppa í lögunum og þeim þurfi að breyta. Hann telur ekki æskilegt að önnur fjármálafyrirtæki hérlendis feti í fótspor Straums, slíkt myndi skaða hagstjórnina í landinu.



Straumur tilkynnti fyrir nokkru að bankinn hygðist skrá hlutafé sitt í evrum og átti það að gerast á morgun. Töf verður hins vegar á skráningunni vegna lögfræðilegra athugasemda sem Seðlabankinn gerði. Davíð Oddsson telur brýnt að leita þurfi annarra leiða í samræmi við lögin.

Davíð segist vona að önnur fjármálafyrirtæki taki ekki upp á því að skrá hlutabréf sitt í evrum og telur það ekki æskilegt. því slíkt myndi skaða hagstjórn landsins eyðileggja fyrir peningastefnu Seðlabankans.



Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir yfirmaður samskiptasviðs hjá Straumi segir athugasemdir Seðlabankans engu breyta um áform Straums um að færa hlutafé í evrur. Unnið verði að því að finna lausn með Seðlabankanum svo skráning hlutabréfanna nái fram að ganga sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×