Innlent

Sjúkraflutningavél villtist af leið

Menn spyrja sig hvernig svona getur gerst. Miðstöð sjúkraflugs er á Akureyri og var flutningur sjúklingsins á ábyrgð norðanmanna. En Ingimar Eydal hjá Slökkviliðinu vísar sökinni á flugfélagið Mýflug sem sér um vélakostinn í sjúkrafluginu.

Svo virðist sem flugmanni hafi misheyrst þegar honum var sagt frá áfangastað. Leifur Hallgrímsson framkvæmdastjóri Mýflugs segir að farið verði yfir málið og komið í veg fyrir að þetta geti gerst aftur.

Sjúklingnum varð ekki meint af aukatúrnum í gær, enda var heilsa hans ekki í neinni hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×