Tónlist

Miklatún á menningarnótt

Búast má við margmenni á Miklatúni á laugardag
Búast má við margmenni á Miklatúni á laugardag MYND/365

Tónleikar Menningarnætur í ár verða á Miklatúni en þetta er í fjórða skipti sem þeir eru haldnir. Hingað til hafa þeir verið staðsettir á hafnarbakkanum en meðal annars í ljósi vel heppnaða tónleika Sigur Rósar á Miklatúni í fyrrasumar var ákveðið að færa þá þangað.

Dagskráin er þannig saman sett að allir sem á annað borð hafa gaman af tónlist ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, segir í tilkynningu frá Rás 2 og Landsbankanum sem standa að tónleikunum. Pláss er fyrir hátt í 100.000 manns og boðið verður upp á stórt svið, gott hljóðkerfi og risaskjá.

Dagskráin er tvískipt. Hún hefst klukkan 16:00 en lýkur klukkan 22:20

Dagskráin er eftirfarandi:

16.00 - 18.00

Ljótu Hálfvitarnir

Vonbrigði

Pétur Ben & hljómsveit

Mínus

Ampop

18.00 - 20.00 HLÉ

20.00 - 22.20

Sprengjuhöllin

Eivör (ásamt hljómsveit)

Á Móti Sól

Megas & Senuþjófarnir

Mannakorn ásamt Ellen KristjánsdótturAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.