Innlent

Sex milljarða tekjur á tveimur vikum

Frá Snæfellsnesi
Frá Snæfellsnesi MYND/Fréttablaðið
Ferðaþjónustan sér fram á annasamasta tímabil í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi næstu tvær vikurnar. Þessi hálfi mánuður er helsti sumarleyfistími Íslendinga og toppur ársins í komu erlendra gesta. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir þetta eðlilega reyna á þanþolið í kerfinu og það sé mikilvægt að halda allri þjónustu og gæðum í samræmi við það sem kynnt hefur verið og væntingar gestanna.

Búist er við 40.000 erlendum ferðamönnum næstu tvær vikurnar. Þetta skapar eðlilega mikil viðskipti og skilar þjóðarbúinu verulegum tekjum, segir Magnús.

Gert er ráð fyrir að erlendir gestir skili um 4 milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið á þessum hálfa mánuði og tekurnar verða um 6 milljarðar þegar innlendi hlutinn er tekinn með í reikninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×