Innlent

Stórslysi forðað

Rafmagnsleysið fyrir austan hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir Alcoa.
Rafmagnsleysið fyrir austan hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir Alcoa.
Rafmagn komst aftur á í álveri Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði um klukkan sjö í kvöld og er framleiðsla að færast í átt að eðlilegu horfi. Rafmagnslaust hafði verið í tvær klukkustundir.

Að sögn Ernu Indriðadóttur má ekki vera rafmagnslaust í álverinu lengur en í fjórar klukkustundir. Dragist rafmagnsleysið fram yfir þann tíma þá geti það haft alvarleg áhrif á þau ker sem séu í notkun því málmar storkni þá í þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×