Innlent

Áfengisauglýsingar á netsíðum unglinga

Áfengisauglýsingar á netinu verða sífellt fyrirferðameiri á netsíðum unglinga, þrátt fyrir blátt bann við slíkum auglýsingum hér á landi. Auglýsingarnar hvetja til drykkju unglinga og eru oftast kvenfjandsamlegar. Þetta kom fram á fundi í Neskirkju í dag um netið og siðferði.

Nokkur íslensk vefsvæði sem börn og unglingar heimsækja mikið eru þakin áfengisauglýsingum. Það sé einkennilegt í ljósi þess að áfengisauglýsingar eru bannaðar hér á landi. Þetta segir Salvör Gissurardóttir lektor í upplýsingafræði og tölvunotkun í Kennaraháskólanum.

 

Hún segir auglýsingarnar birtist víða, meðal annars á svokölluðum djammsíðum unglinga og markaðssetningin sé oft á tíðum klámfengin.

Salvör sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að yfirvöld væru ekki nógu vakandi fyrir netheimum að þessu leiti.Staða þessara mála sé verri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þá sé andvaraleysi sé áberandi hér þar sem frelsi unglinga er einnig meira.

Björn Harðarson sálfræðingur segir auglýsingarnar hafa skaðleg áhrif á siðferði barna og unglinga. Hann segir að foreldrar þurfi að endurmennta sig og fylgjast með framvindu í netmálum, því annars sé hætta á að börnin hafi valdið í sínum höndum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.