Kings of Leon gefur út nýja plötu 2. apríl 2007 15:10 Kings of Leon sendir frá sér plötuna "Because of the times" í dag. Nashvillerokksveitin góðkunna Kings Of Leon sendir í dag frá sér sína þriðju stúdeóplötu. Platan sú heitir "Because Of The Times" og inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem mikið er spilað hér á landi. Titill plötunnar vísar til þess tíma þegar hljómsveitarmeðlimir voru að alast upp og fóru með foreldrum sínum á hina árlegu Because Of The Times (BOTT) ráðstefnu, en þar koma saman prestar, predikarar, trúboðar og aðrir boðberar fagnaðarerindisins, en faðir þriggja meðlima sveitarinnar er prestur. Síðasta plata sveitarinnar "Aha Shake Heartbeat" kom út fyrir tveimur árum, en þeir Followill bræður Nathan, Caleb og Jared ásamt frænda sínum Matthew Fallowill sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 2003, en það var platan "Youth And Young Manhood". Sveitin hefur skapað sér sinn eigin stíl, en þessi suðurríkjarokksveit er nánast auðþekkjanleg fyrir hinn sérstæða söngstíl söngvarans og gítarleikarans Caleb Followil Upptökutjórn á "Because Of The Times" var í höndum Ethan Johns (sem hefur m.a. unnið með Ray LaMontange og Ryan Adams) og Angelo Petraglia. Kings of Leon hafa verið iðnir við að hita upp fyrir goðsagnir tónlistarinnar undanfarin ár. Árið 2005 hituðu þeir upp fyrir U2 og í fyrra hituðu þeir upp á tónleikaferðum Pearl Jam og síðar Bob Dylan. Til gamans má geta þess að eftir eina slíka upphitun hjá Dylan kom meistarinn baksviðs og spurði þá hvað lagið héti sem þeir spiluðu síðast í setti dagsins. Caleb tjáði honum að lagið héti Trani (sem er af fyrstu plötu sveitarinnar) og Dylan sagði það hafa verið fjandi gott lag...... það var besta kikk sem ég hef fengið um ævina segir Caleb Followill. Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nashvillerokksveitin góðkunna Kings Of Leon sendir í dag frá sér sína þriðju stúdeóplötu. Platan sú heitir "Because Of The Times" og inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem mikið er spilað hér á landi. Titill plötunnar vísar til þess tíma þegar hljómsveitarmeðlimir voru að alast upp og fóru með foreldrum sínum á hina árlegu Because Of The Times (BOTT) ráðstefnu, en þar koma saman prestar, predikarar, trúboðar og aðrir boðberar fagnaðarerindisins, en faðir þriggja meðlima sveitarinnar er prestur. Síðasta plata sveitarinnar "Aha Shake Heartbeat" kom út fyrir tveimur árum, en þeir Followill bræður Nathan, Caleb og Jared ásamt frænda sínum Matthew Fallowill sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 2003, en það var platan "Youth And Young Manhood". Sveitin hefur skapað sér sinn eigin stíl, en þessi suðurríkjarokksveit er nánast auðþekkjanleg fyrir hinn sérstæða söngstíl söngvarans og gítarleikarans Caleb Followil Upptökutjórn á "Because Of The Times" var í höndum Ethan Johns (sem hefur m.a. unnið með Ray LaMontange og Ryan Adams) og Angelo Petraglia. Kings of Leon hafa verið iðnir við að hita upp fyrir goðsagnir tónlistarinnar undanfarin ár. Árið 2005 hituðu þeir upp fyrir U2 og í fyrra hituðu þeir upp á tónleikaferðum Pearl Jam og síðar Bob Dylan. Til gamans má geta þess að eftir eina slíka upphitun hjá Dylan kom meistarinn baksviðs og spurði þá hvað lagið héti sem þeir spiluðu síðast í setti dagsins. Caleb tjáði honum að lagið héti Trani (sem er af fyrstu plötu sveitarinnar) og Dylan sagði það hafa verið fjandi gott lag...... það var besta kikk sem ég hef fengið um ævina segir Caleb Followill.
Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira