Tónlist

Björk fær fræg frönsk verðlaun

Getty Images
Björk hlýtur heiðursverðlaun Qwartz raftónlistarverðlaunanna í Frakklandi þetta árið. Það er Pierre Henry, sem er af mörgum talinn einn af brautryðjendum í raftónlist sem mun afhenda Björk verðlaunin. Hann er að verða áttræður og hefur verið að semja raftónlist í meira en hálfa öld. Afhendingin fer fram í París 23. mars næstkomandi en þetta er í tuttugasta skipti sem verðaunin eru veitt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×