Tónlist

Wulfgang í tónleikaferð til Kína

Fyrsta plata hljómsveitarinn er væntanleg í verslanir 4. apríl
Fyrsta plata hljómsveitarinn er væntanleg í verslanir 4. apríl

Íslenska hljómsveitin Wulfgang hefur verið boðið að spila á einni stærstu tónlistarhátíðinni í Kína sem ber nafnið Midi Festival. Hátíðin fer fram dagana 1. - 4. maí á þessu ári en hún er haldin í Haidian Park í Peking. Wulfgang mun leika á aðalsviði hátíðarinnar fyrir a.m.k. 15 þúsund áhorfendur.

Hljómsveitin mun svo spila á a.m.k. 4 tónleikum til viðbótar, m.a. á stærsta tónleikaklúbbnum í Peking og í Shanghai.

Gítarleikari hljómsveitarinnar, Örvar Þór Kristjánsson, sagði í samtali við Vísir.is að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi viljað íslenskt band á hátíðina og fengið 10 möguleika til að velja úr, en á endanum voru þeir hrifnastir af Wulfgang.

Fyrsta plata hljómsveitarinnar sem einfaldlega ber nafn hennar, Wulfgang, er væntanlegar í verslanir hér á landi þann 4. apríl næstkomandi, en hljómsveitin mun ætla að spila á fjölmörgum tónleikum hér á landi fram að Kínaferðinni.

www.myspace.com/wulfgangtheband






Fleiri fréttir

Sjá meira


×