Vildi hætta viðskiptum við Nordica 7. mars 2007 11:19 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. Árni Pétur var spurður ítarlega út í birgðamál Baugs í tengslum við 15. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeir Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra, gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa fært tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica upp á tæpar 62 milljónir í bókhald Baugs. Jóni Gerald er gefið að sök að hafa aðstoðað þá við brotið með því að gefa reikninginn út sumarið 2001. Árni Pétur sagði að frá því að hann hefði tekið við stöðu yfirmanns matvörusviðs hefði hann haft efasemdir um viðskiptin við Nordica og að hann hefði viljað komast í bein samskipti við birgja í Bandaríkjunum í stað þess að hafa samskipti við þá í gegnum Nordica. Um mitt ár 2001 hefði hann látið Jón Gerald og Tryggva vita að viðskipti Baugs við Nordica yrðu líklega um tvær milljónir dollara á árinu enda hefðu þau numið rúmri milljón dollara á fyrri hluta ársins. Hins vegar hefði hann komist að því þegar hann skoðaði birgðastöðu betur að mikið væri af birgðum frá Nordica hjá Baugi miðað við stærð Nordica sem birgis. Í nóvember hefði svo komið í ljós að viðskipti Nordica og Baugs myndu ekki ná tveimur milljónum dollara eins og stefnt var að en Tryggva og Jóni Gerald hefði greint á um það hvort um loforð um tveggja milljóna viðskipti var að ræða eða markmið. Jón Gerald hefði svo viljað fá greiðslu fyrir mismuninum á raunverulegum viðskiptum Baugs og tveggja milljóna króna markinu en við því hefði Baugur ekki orði. Árni Pétur sagði að snemma árs 2002 hefði hann lagt áherslu á að ljúka viðskiptum við Nordica en þó á sem mýkstan hátt þannig að allir aðilar hlytu af því sem minnstan skaða, þar á meðal Jón Gerald. Hins vegar hefði Jón Gerald viljað halda viðskiptunum áfram og hefði nokkrum sinnum komið til hvassra orðaskipta milli þeirra vegna málsins. Í kjölfarið hefðu öll samskipti við Nordica þyngst og ýmis leiðindamál komið upp og undið upp á sig. Vísaði hann meðal annars til símtals milli sín og Jóns Geralds þar sem Jón Gerald hefði verið mjög reiður. Hann hefði sagt að hann gæti valdið Baugi þvílíkum skaða að Baugsmenn myndu ekki trúa því. Árni Pétur var einnig spurður út í kreditreikninginn sem ákært er fyrir en sagðist fyrst hafa heyrt af honum í fjölmiðlum. Hann vissi því ekkert um tilurð hans. Hins vegar sagði hann að ekki væri óeðlilegt að viðskipti við birgja væru meðhöndluð á þennan hátt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, bar einnig vitni í málinu en forveri Glitnis, Íslandsbanki-FBA, kom að hlutfjárútboði Baugs síðla árs 2000 sem getið er í nokkrum ákæruatriðum. Þar er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni gefið að sök að hafa hlutast til um lán frá Baugi til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur til kaupa á hlutabréfum í Baugi. Sagðist Bjarni ekki muna í smáatriðum eftir þessu útboði. Bjarni sagði að ákveðið hefði verið að Baugur fengi þóknun fyrir sölu á hlutabréfum í Baugi frá FBA og Kaupþingi til Reitangruppen í Noregi. Var það í tengslum við spurningar um 12. ákærulið sem lýtur að meintri tilhæfulausri bókhaldsfærslu upp á rúmar 13 milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson hefur skýrt hana sem þóknun fyrir milligöngu í hlutabréfaviðskiptunum. Þá sagðist Bjarni kannast við að við stofnun Baugs árið 1998, sem bankinn kom að, hefði verið samið um að æðstu stjórnendur fengju kaupréttarsamninga að hlutabréfum í Baugi. Fimm önnur vitni voru yfirheyrð í dag, þar á meðal Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Vitnaleiðslur halda áfram á morgun en þá koma meðal annars fyrir dóminn Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Tengdar fréttir Hatur og bókhaldsbrot Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. 22. febrúar 2007 18:45 Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. 8. mars 2007 11:57 Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 2. mars 2007 00:30 Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. 14. febrúar 2007 15:58 Lystisnekkja eða skemmtibátur? Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða. 15. febrúar 2007 15:08 Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum Jón Ásgeir Jóhannesson var spurður út í ásakanir um fjárdrátt vegna skemmtibáta á Flórída í réttarsal í gær. Hann ræddi einnig tölvupósta Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, og upphaf Baugsmálsins við lok skýrslutöku. 16. febrúar 2007 06:45 Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. 26. febrúar 2007 10:45 Sakaður um ólöglega lántöku Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. 12. febrúar 2007 18:30 Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. 15. febrúar 2007 16:28 Vilja að fallið verði frá einum ákærulið Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu telja forsendur fyrir einum ákærulið brostnar eftir vitnisburð Jóns Geralds Sullenbergers. Sækjandi segist ekki ætla að falla frá ákæruliðnum. Jón Gerald segir Gaum aldrei hafa átt bát með sér. 24. febrúar 2007 08:00 Baugsmálið hafið að nýju Í morgun hófust réttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna endurákæru í Baugsmálinu svonefnda. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group var sá fyrsti sem kallaður var til yfirheyrslu af hinum þrem ákærðu, en hinir eru Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Búist er við að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri standi eitthvað fram eftir vikunni. Jón Gerald Sullenberger er nú ákærður í fyrsta skipti í málinu. Yfir eitt hundrað vitni verða auk þess yfirheyrð. 12. febrúar 2007 09:31 Ósamræmi í framburði Framburður tveggja forsvarsmanna Baugs um fyrirtæki á Bahama-eyjum eru í algerri andstöðu hvor við annan. Það átti að skrá eignarhald á skemmtibátnum Thee Viking á félagið samkvæmt sækjanda. 21. febrúar 2007 06:45 Meiningarlausar spurningar saksóknara Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; “sumpart meiningarlausum spurningum.” 14. febrúar 2007 10:58 Jón Gerald telur brotið gegn sér Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: 14. febrúar 2007 13:57 Fækkað á vitnalista í Baugsmálinu Málflutningi í Baugsmálinu svokallaða er lokið í dag en haldið verður áfram í fyrramálið. Eitthvað verður fækkað vitnalista, sem nú telur rúmlega 100 manns, en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið verður fækkað á listanum. 12. febrúar 2007 15:42 Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt. 27. febrúar 2007 10:55 Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19. febrúar 2007 13:35 Ekki áhugamaður um báta Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagðist í þrígang hafa verið í bátum á Miami, bátum sem teknir eru fyrir í Baugsmálinu. Hann sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegið að hann væri þó ekki áhugamaður um báta og vissi ekki hvort um hefði verið að ræða Thee Viking sem tekist hefur verið á um. 8. mars 2007 13:04 Jón Ásgeir yfirheyrður í þrjá daga Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga en tekist var á um tilteknar lánveitingar Baugs til Gaums. 12. febrúar 2007 12:32 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. Árni Pétur var spurður ítarlega út í birgðamál Baugs í tengslum við 15. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeir Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra, gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa fært tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica upp á tæpar 62 milljónir í bókhald Baugs. Jóni Gerald er gefið að sök að hafa aðstoðað þá við brotið með því að gefa reikninginn út sumarið 2001. Árni Pétur sagði að frá því að hann hefði tekið við stöðu yfirmanns matvörusviðs hefði hann haft efasemdir um viðskiptin við Nordica og að hann hefði viljað komast í bein samskipti við birgja í Bandaríkjunum í stað þess að hafa samskipti við þá í gegnum Nordica. Um mitt ár 2001 hefði hann látið Jón Gerald og Tryggva vita að viðskipti Baugs við Nordica yrðu líklega um tvær milljónir dollara á árinu enda hefðu þau numið rúmri milljón dollara á fyrri hluta ársins. Hins vegar hefði hann komist að því þegar hann skoðaði birgðastöðu betur að mikið væri af birgðum frá Nordica hjá Baugi miðað við stærð Nordica sem birgis. Í nóvember hefði svo komið í ljós að viðskipti Nordica og Baugs myndu ekki ná tveimur milljónum dollara eins og stefnt var að en Tryggva og Jóni Gerald hefði greint á um það hvort um loforð um tveggja milljóna viðskipti var að ræða eða markmið. Jón Gerald hefði svo viljað fá greiðslu fyrir mismuninum á raunverulegum viðskiptum Baugs og tveggja milljóna króna markinu en við því hefði Baugur ekki orði. Árni Pétur sagði að snemma árs 2002 hefði hann lagt áherslu á að ljúka viðskiptum við Nordica en þó á sem mýkstan hátt þannig að allir aðilar hlytu af því sem minnstan skaða, þar á meðal Jón Gerald. Hins vegar hefði Jón Gerald viljað halda viðskiptunum áfram og hefði nokkrum sinnum komið til hvassra orðaskipta milli þeirra vegna málsins. Í kjölfarið hefðu öll samskipti við Nordica þyngst og ýmis leiðindamál komið upp og undið upp á sig. Vísaði hann meðal annars til símtals milli sín og Jóns Geralds þar sem Jón Gerald hefði verið mjög reiður. Hann hefði sagt að hann gæti valdið Baugi þvílíkum skaða að Baugsmenn myndu ekki trúa því. Árni Pétur var einnig spurður út í kreditreikninginn sem ákært er fyrir en sagðist fyrst hafa heyrt af honum í fjölmiðlum. Hann vissi því ekkert um tilurð hans. Hins vegar sagði hann að ekki væri óeðlilegt að viðskipti við birgja væru meðhöndluð á þennan hátt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, bar einnig vitni í málinu en forveri Glitnis, Íslandsbanki-FBA, kom að hlutfjárútboði Baugs síðla árs 2000 sem getið er í nokkrum ákæruatriðum. Þar er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni gefið að sök að hafa hlutast til um lán frá Baugi til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur til kaupa á hlutabréfum í Baugi. Sagðist Bjarni ekki muna í smáatriðum eftir þessu útboði. Bjarni sagði að ákveðið hefði verið að Baugur fengi þóknun fyrir sölu á hlutabréfum í Baugi frá FBA og Kaupþingi til Reitangruppen í Noregi. Var það í tengslum við spurningar um 12. ákærulið sem lýtur að meintri tilhæfulausri bókhaldsfærslu upp á rúmar 13 milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson hefur skýrt hana sem þóknun fyrir milligöngu í hlutabréfaviðskiptunum. Þá sagðist Bjarni kannast við að við stofnun Baugs árið 1998, sem bankinn kom að, hefði verið samið um að æðstu stjórnendur fengju kaupréttarsamninga að hlutabréfum í Baugi. Fimm önnur vitni voru yfirheyrð í dag, þar á meðal Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Vitnaleiðslur halda áfram á morgun en þá koma meðal annars fyrir dóminn Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans.
Tengdar fréttir Hatur og bókhaldsbrot Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. 22. febrúar 2007 18:45 Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. 8. mars 2007 11:57 Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 2. mars 2007 00:30 Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. 14. febrúar 2007 15:58 Lystisnekkja eða skemmtibátur? Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða. 15. febrúar 2007 15:08 Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum Jón Ásgeir Jóhannesson var spurður út í ásakanir um fjárdrátt vegna skemmtibáta á Flórída í réttarsal í gær. Hann ræddi einnig tölvupósta Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, og upphaf Baugsmálsins við lok skýrslutöku. 16. febrúar 2007 06:45 Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. 26. febrúar 2007 10:45 Sakaður um ólöglega lántöku Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. 12. febrúar 2007 18:30 Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. 15. febrúar 2007 16:28 Vilja að fallið verði frá einum ákærulið Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu telja forsendur fyrir einum ákærulið brostnar eftir vitnisburð Jóns Geralds Sullenbergers. Sækjandi segist ekki ætla að falla frá ákæruliðnum. Jón Gerald segir Gaum aldrei hafa átt bát með sér. 24. febrúar 2007 08:00 Baugsmálið hafið að nýju Í morgun hófust réttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna endurákæru í Baugsmálinu svonefnda. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group var sá fyrsti sem kallaður var til yfirheyrslu af hinum þrem ákærðu, en hinir eru Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Búist er við að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri standi eitthvað fram eftir vikunni. Jón Gerald Sullenberger er nú ákærður í fyrsta skipti í málinu. Yfir eitt hundrað vitni verða auk þess yfirheyrð. 12. febrúar 2007 09:31 Ósamræmi í framburði Framburður tveggja forsvarsmanna Baugs um fyrirtæki á Bahama-eyjum eru í algerri andstöðu hvor við annan. Það átti að skrá eignarhald á skemmtibátnum Thee Viking á félagið samkvæmt sækjanda. 21. febrúar 2007 06:45 Meiningarlausar spurningar saksóknara Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; “sumpart meiningarlausum spurningum.” 14. febrúar 2007 10:58 Jón Gerald telur brotið gegn sér Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: 14. febrúar 2007 13:57 Fækkað á vitnalista í Baugsmálinu Málflutningi í Baugsmálinu svokallaða er lokið í dag en haldið verður áfram í fyrramálið. Eitthvað verður fækkað vitnalista, sem nú telur rúmlega 100 manns, en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið verður fækkað á listanum. 12. febrúar 2007 15:42 Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt. 27. febrúar 2007 10:55 Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19. febrúar 2007 13:35 Ekki áhugamaður um báta Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagðist í þrígang hafa verið í bátum á Miami, bátum sem teknir eru fyrir í Baugsmálinu. Hann sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegið að hann væri þó ekki áhugamaður um báta og vissi ekki hvort um hefði verið að ræða Thee Viking sem tekist hefur verið á um. 8. mars 2007 13:04 Jón Ásgeir yfirheyrður í þrjá daga Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga en tekist var á um tilteknar lánveitingar Baugs til Gaums. 12. febrúar 2007 12:32 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Hatur og bókhaldsbrot Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. 22. febrúar 2007 18:45
Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. 8. mars 2007 11:57
Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 2. mars 2007 00:30
Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. 14. febrúar 2007 15:58
Lystisnekkja eða skemmtibátur? Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða. 15. febrúar 2007 15:08
Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum Jón Ásgeir Jóhannesson var spurður út í ásakanir um fjárdrátt vegna skemmtibáta á Flórída í réttarsal í gær. Hann ræddi einnig tölvupósta Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, og upphaf Baugsmálsins við lok skýrslutöku. 16. febrúar 2007 06:45
Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. 26. febrúar 2007 10:45
Sakaður um ólöglega lántöku Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. 12. febrúar 2007 18:30
Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. 15. febrúar 2007 16:28
Vilja að fallið verði frá einum ákærulið Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu telja forsendur fyrir einum ákærulið brostnar eftir vitnisburð Jóns Geralds Sullenbergers. Sækjandi segist ekki ætla að falla frá ákæruliðnum. Jón Gerald segir Gaum aldrei hafa átt bát með sér. 24. febrúar 2007 08:00
Baugsmálið hafið að nýju Í morgun hófust réttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna endurákæru í Baugsmálinu svonefnda. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group var sá fyrsti sem kallaður var til yfirheyrslu af hinum þrem ákærðu, en hinir eru Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Búist er við að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri standi eitthvað fram eftir vikunni. Jón Gerald Sullenberger er nú ákærður í fyrsta skipti í málinu. Yfir eitt hundrað vitni verða auk þess yfirheyrð. 12. febrúar 2007 09:31
Ósamræmi í framburði Framburður tveggja forsvarsmanna Baugs um fyrirtæki á Bahama-eyjum eru í algerri andstöðu hvor við annan. Það átti að skrá eignarhald á skemmtibátnum Thee Viking á félagið samkvæmt sækjanda. 21. febrúar 2007 06:45
Meiningarlausar spurningar saksóknara Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; “sumpart meiningarlausum spurningum.” 14. febrúar 2007 10:58
Jón Gerald telur brotið gegn sér Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: 14. febrúar 2007 13:57
Fækkað á vitnalista í Baugsmálinu Málflutningi í Baugsmálinu svokallaða er lokið í dag en haldið verður áfram í fyrramálið. Eitthvað verður fækkað vitnalista, sem nú telur rúmlega 100 manns, en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið verður fækkað á listanum. 12. febrúar 2007 15:42
Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt. 27. febrúar 2007 10:55
Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19. febrúar 2007 13:35
Ekki áhugamaður um báta Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagðist í þrígang hafa verið í bátum á Miami, bátum sem teknir eru fyrir í Baugsmálinu. Hann sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegið að hann væri þó ekki áhugamaður um báta og vissi ekki hvort um hefði verið að ræða Thee Viking sem tekist hefur verið á um. 8. mars 2007 13:04
Jón Ásgeir yfirheyrður í þrjá daga Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga en tekist var á um tilteknar lánveitingar Baugs til Gaums. 12. febrúar 2007 12:32