Erlent

Bandarísk hersveit verður áfram til að berjast við talibana

Bandarískir hermenn við æfingar í Kandahar-hérðai í Afganistan.
Bandarískir hermenn við æfingar í Kandahar-hérðai í Afganistan. MYND/AP

Yfir þrjú þúsund manna bandarískt herlið í Afganistan, sem halda átti heim á leið í næsta mánuði, verður áfram í landinu. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Reiknað er með að hersveitin verði í allt að fjóra mánuði til viðbótar.

Ákvörðunin var tekin eftir að hershöfðingjar á vegum Atlantshafsbandlagsins, sem barist hafa við talibana undanfarin misseri, óskuðu eftir auknum stuðningi í baráttu sinni og verða hermennirnir því í raun hrein viðbót við þá hermenn sem eiga að leysa þá af.

Alls eru um 24 þúsund bandarískir hermenn í Afganistan sem er um tveir þriðju af þeim herafla NATO sem reynir að ráða niðurlögum talibana og koma á lög og reglu í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×