Enski boltinn

Almunia í enska landsliðið?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Almunia varði vítaspyrnu frá Robbie Keane í enska boltanum í gær.
Almunia varði vítaspyrnu frá Robbie Keane í enska boltanum í gær.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Manuel Almunia eigi að vera valinn sem markvörður enska landsliðsins.

Hann hefur bent Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, á að velja Almunia sem reyndar er Spánverji en er til í að gerast enskur ríkisborgari. Markvarðarstaðan hefur verið mikið vandræðamál fyrir enska landsliðið síðan David Seaman hætti.

Almunia kom til Arsenal árið 2004 og er í dag aðalmarkvörður Arsenal. Hann er mjög ánægður í Englandi og vill gera allt fyrir enska stuðningsmenn.

„Ég myndi aldrei loka hurðinni á fólk sem hefur komið svona vel fram við mig. Ef ég væri í aðstöðu til að hjálpa enska landsliðinu og væri löglegur til þess - sé ég enga ástæðu til annars en að leggja hönd á plóginn. Það væri góð leið til að sýna þakklæti fyrir þann stuðnings sem ég hef fengið og ég útiloka ekkert," sagði Almunia nýlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×