Innlent

Róleg nótt - átta í steininum

Nóttin var tiltölulega róleg á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu fangageymslurnar á Hverfisgötunni fyrir ölvun og minniháttar ryskingar. Fimm voru teknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir að aka ölvaðir.Þá voru höfð afskipti af sextán vegna ölvunarástands víðs vegar um borgina.

Einn var tekinn á Selfossi grunaður um ölvun við akstur og drengur fæddur 1990 var tekinn á 130 kílómetra hraða með tveggja daga gamalt ökuskírteini upp á vasann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×