Innlent

Vonar að ekki komi til lokana eða þjónustuskerðingar

Hundruð milljóna króna halli er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en forstjórinn vonar að ekki þurfi að loka miðstöðvum hennar eða skerða þjónustu. Hann tekur ekki undir með þingmanni Vinstri grænna sem segir að verið sé að svelta Heilsugæsluna til einkavæðingar.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með skuldahala. Í fyrra var hallinn 80 milljónir - sem kom meðal annars til vegna flutningsins úr Heilsuverndarstöðinni á Barónstíg upp í Mjódd. Hallinn stefnir í 120 milljónir á þessu ári. Þá var einnig 200 milljóna króna skuld við ríkið - og vegna hennar var fjárveiting ríkisins skert um 100 milljónir á árinu.

Heilsugæslan hefur verið í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið allt þetta ár til að finna lausn á hallanum. Þrír hópar millistjórnenda innan heilsugæslunnar voru fengnir til að leggja fram hugmyndir, og listinn sem hefur lekið í fjölmiðla, um að loka miðstöð mæðraverndar, ungbarnaverndar, sóttvarna og skólaheilsugæslu er frá einum þeirra.

Engin afstaða hefur verið tekin til þessara hugmynda af framkvæmdastjórn Heilsugæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×