Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjnesbæjar samþykkja samning um HS 12. júlí 2007 10:12 Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu og samstarf innan Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %. Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar verða áfram í Reykjanesbæ og hefur breytingin ekki áhrif á starfsfólk Hitaveitunnar. Þá er gert ráð fyrir því í samkomulaginu að sveitarfélögin þrjú nýti ekki forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í hitaveitunni. Að mati bæjarráðs Hafnarfjarðar tryggir samkomulagið stöðu bæjarins innan félagsins og frekari þróun á jarðhitarannsóknum innan sveitarfélagamarka Hafnarfjarðar. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ánægt með samkomulagið og alger samstaða hafi verið milli flokka innan ráðsins um málið. Að auki hafa Hafnarfjarðabær og Orkuveita Reykjavíkur gert með sér samkomulag um sölurétt Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitunnuar á um 8 milljarða króna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur hins vegar ekki tekið afstöðu um sölu á hlutabréfunum. Þá kemur fram í tilkynningu frá bæjarráði að samkomulagið fjalli einnig um samstarf aðila innan félagsins og um framtíðarherslur í starfi Hitaveitu Suðurnesja. Þannig mun Orkuveita Reykjavíkur og Geysir veita fjárhagslegan og félagslegan stuðning við menningar-, íþrótta- og áhugafélög á starfssvæði Hitaveitu Suðurnesja. Gunnar Svavarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist ánægður með samkomulagið í samtali við Vísi. „Hafnarfjarðarbær er mjög sáttur og það var alger samstaða milli allra flokka í ráðinu varðandi málið. Við vorum að leita eftir sáttum innan félagins til að tryggja okkar stöðu. Við erum því ráðandi með öðrum hluthöfum og horfum nú til framtíðar." Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu og samstarf innan Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %. Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar verða áfram í Reykjanesbæ og hefur breytingin ekki áhrif á starfsfólk Hitaveitunnar. Þá er gert ráð fyrir því í samkomulaginu að sveitarfélögin þrjú nýti ekki forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í hitaveitunni. Að mati bæjarráðs Hafnarfjarðar tryggir samkomulagið stöðu bæjarins innan félagsins og frekari þróun á jarðhitarannsóknum innan sveitarfélagamarka Hafnarfjarðar. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ánægt með samkomulagið og alger samstaða hafi verið milli flokka innan ráðsins um málið. Að auki hafa Hafnarfjarðabær og Orkuveita Reykjavíkur gert með sér samkomulag um sölurétt Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitunnuar á um 8 milljarða króna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur hins vegar ekki tekið afstöðu um sölu á hlutabréfunum. Þá kemur fram í tilkynningu frá bæjarráði að samkomulagið fjalli einnig um samstarf aðila innan félagsins og um framtíðarherslur í starfi Hitaveitu Suðurnesja. Þannig mun Orkuveita Reykjavíkur og Geysir veita fjárhagslegan og félagslegan stuðning við menningar-, íþrótta- og áhugafélög á starfssvæði Hitaveitu Suðurnesja. Gunnar Svavarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist ánægður með samkomulagið í samtali við Vísi. „Hafnarfjarðarbær er mjög sáttur og það var alger samstaða milli allra flokka í ráðinu varðandi málið. Við vorum að leita eftir sáttum innan félagins til að tryggja okkar stöðu. Við erum því ráðandi með öðrum hluthöfum og horfum nú til framtíðar."
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira