Innlent

Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjnesbæjar samþykkja samning um HS

Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu og samstarf innan Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %.

Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar verða áfram í Reykjanesbæ og hefur breytingin ekki áhrif á starfsfólk Hitaveitunnar.

Þá er gert ráð fyrir því í samkomulaginu að sveitarfélögin þrjú nýti ekki forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í hitaveitunni.

Að mati bæjarráðs Hafnarfjarðar tryggir samkomulagið stöðu bæjarins innan félagsins og frekari þróun á jarðhitarannsóknum innan sveitarfélagamarka Hafnarfjarðar. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ánægt með samkomulagið og alger samstaða hafi verið milli flokka innan ráðsins um málið.

Að auki hafa Hafnarfjarðabær og Orkuveita Reykjavíkur gert með sér samkomulag um sölurétt Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitunnuar á um 8 milljarða króna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur hins vegar ekki tekið afstöðu um sölu á hlutabréfunum.

Þá kemur fram í tilkynningu frá bæjarráði að samkomulagið fjalli einnig um samstarf aðila innan félagsins og um framtíðarherslur í starfi Hitaveitu Suðurnesja. Þannig mun Orkuveita Reykjavíkur og Geysir veita fjárhagslegan og félagslegan stuðning við menningar-, íþrótta- og áhugafélög á starfssvæði Hitaveitu Suðurnesja.

Gunnar Svavarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist ánægður með samkomulagið í samtali við Vísi. „Hafnarfjarðarbær er mjög sáttur og það var alger samstaða milli allra flokka í ráðinu varðandi málið. Við vorum að leita eftir sáttum innan félagins til að tryggja okkar stöðu. Við erum því ráðandi með öðrum hluthöfum og horfum nú til framtíðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×