Fótbolti

Romario fékk starfið þrátt fyrir allt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Romario á hliðarlínunni.
Romario á hliðarlínunni. Nordic Photos / AFP

Romario var í dag ráðinn þjálfari Vasco de Gama, tveimur dögum eftir að það var tilkynnt að hann hafi fallið á lyfjaprófi.

Romario mun einnig spila með liðinu þrátt fyrir að vera orðinn 41 árs gamall. Hann kenndi skallameðali um að hann féll á lyfjaprófinu. Í kjölfarið var hann dæmdur í bann til 18. desember næstkomandi þegar mál hans verður fært fyrir íþróttadómstól þar í landi.

Eurico Miranda, forseti Vasco de Gama, sagði að ef Romario verður dæmdur í bann mun hann engu að síður gegna þjálfaraskyldum sínum.


Tengdar fréttir

Skallameðal varð Tittinum að falli

Markahrókurinn ótrúlegi Romario gæti neyðst til að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fallið á lyfjaprófi fyrir að nota skallalyf. "Titturinn" eins og hann er kallaður í Brasilíu, ætlaði ekki að hætta fyrr en á næsta ári, en nú er búið að setja hann í bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×