Innlent

Árásarmaður handtekinn í Kringlunni

MYND/Heiða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann sem grunaður er um að hafa ráðist á leigubílstjóra við Hátún rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og veitt honum áverka með eggvopni og hnefa. Maðurinn var gripinn í Kringlunni um klukkan þrjú í dag og færður til yfirheyrslu sem standa enn yfir.

Lögreglan komst á sporið eftir greinargóða lýsingu frá leigubílstjóranum. Eftir að hafa ráðist á bílstjórann hvarf maðurinn út í náttmyrkrið en leigubílstjórinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadleild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×