Innlent

Þriggja mánaða fangelsi fyrir hnífstungur

Hæstiréttur dæmdi í dag mann í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás en hann stakk annan mann ítrekað í líkamann með stórum hnífi þannig að hann tvö stungusár á baki, eitt á vinstri síðu, sár á vinstri öxl og tvo litla skurði yfir bringubeini.

Héraðsdómur hafði dæmt manninn í hálfs árs fangelsi en Hæstiréttur mildaði þann dóm og sagði árásina ekki svo hættulega að hún yrði talin sérstaklega hættuleg. Þá hefðu áverkar mannsins, sem varð fyrir hnífsstungunum, ekki verið taldir svo verulegir að líkamsárásin teldist sérstaklega hættuleg.

Með brotinu rauf maðurinn skilorð dóms og var sá dómur var tekinn upp og bæði málin dæmd í einu lagi. Þótti refsing mannsins hæfileg þriggja mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×