Innlent

Telja mikla þörf á upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur

Tæp 94 prósent telja mjög eða frekar mikla þörf á upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur samkvæmt könnun Capacent Gallup um ímynd og vitund um Alþjóðahús.

Fram kemur í tilkynningu frá Alþjóðahúsi að þeim sem telji mjög mikla þörf á upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur hafi fjölgað um 10 prósentustig frá fyrri könnun sem gerð var í fyrra. Þá eru 88 prósent aðspurðra mjög eða frekar jákvæð gagnvart Alþjóðahúsi og einungis 3 prósent. Konur eru jákvæðari en karlar og eykst jákvæðni jafnframt með auknum aldri og menntun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×