Innlent

Stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélaginu

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hyggst taka út Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hyggst taka út Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. MYND/GVA

Ríkisendurskoðun hyggst fara í stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og sölu þess á eignum á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram í máli Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, í umræðum eftir skýrslu forsætisráðherra um Þróunarfélagið.

Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt það hvernig staðið var að sölu eignanna, meðal annar að eignirnar hafi ekki verið boðnar út og hve mikil tengsl séu á milli kaupenda og Sjálfstæðisflokksins.

Lúðvík sagði mikilvægt að öll gögn í málinu væru uppi á borðinu. Hann sagði að samningar um sölu á eignum á varnarsvæðinu hefðu verið kynntir í fjárlaganefnd í morgun og ekkert í þeim samningum gæfi til kynna að kaupendum hefði verið mismunað. Hins vegar hefði komið fram að ríkisendurskoðandi teldi að samningarnir væru þannig úr garði gerðir að þeir væru bókunarhæfir, það er að hægt væri að færa þá inn í ríkisreikning.

Þá sagði Lúðvík að ríkisendurskoðandi hefði sagt að hann myndi fara í stjórnsýsluúttekt að lokinni skoðun samninganna og því liti hann svo á að Alþingi hefði komið málinu í réttan farveg. Sagði Lúðvík að mikillar tortryggni gætti í málinu en ekkert hefði komið fram um að lög og reglur hefðu verið brotnað. Hins vegar þyrftu gögn í málinu að þola dagsljósið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×