Innlent

Bifreið valt eftir að hún hafnaði á ljósastaur

Bifreið var ekið á ljósastaur á Miklubraut á móts við húsnæði 365 miðla á tólfta tímanum í kvöld, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar slasaðist ökumaður einungis lítilsháttar. Bifreiðin skemmdist hins vegar mikið og að minnsta kosti tveir ljósastaurar eyðilögðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×