Innlent

Pólverji í nauðgunarmáli stunginn af úr landi

Andri Ólafsson skrifar
Pólverjinn er stunginn af úr landi.
Pólverjinn er stunginn af úr landi.

Einn af Pólverjunum þremur sem grunaðir eru um nauðgun á Selfossi er stunginn af úr landi. Eftir að gæsluvarðhald rann út yfir honum og tveimur félögum fyrir skömmu voru þeir úrskurðaðir í farbann.

Í gær mun einn þeirra, Przemyslav Pawel Krymski, hafa brotið þetta farbann og yfirgefið landið. Lögreglan á Selfossi segir að eftirlit verði hert með hinum Pólverjunum tveimur sem eru grunaðir um nauðgunina og gerir ráð fyrir að lýst verði eftir Krymski hjá Interpol.

Auk þessara þriggja eru tveir aðrir Pólverjar í farbanni á meðan mál þeirra eru til rannsóknar hjá lögreglunnar á Selfossi. Annar er grunaður um að hafa stungið félaga sinn í vinnubúðum við Hellisheiðarvirkjun en hinn er grunaður um nauðgun í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×