Fótbolti

Velkomnir til helvítis (myndband)

Bolton menn eiga erfiðan leik fyrir höndum í Serbíu í kvöld
Bolton menn eiga erfiðan leik fyrir höndum í Serbíu í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Bolton á erfiðan leik fyrir höndum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið sækir Rauðu Stjörnuna heim á Marakana leikvanginn. Þar logaði allt í óeirðum í deildarleik um síðustu helgi þar sem óeinkennisklæddur lögreglumaður mátti þakka fyrir að sleppa lifandi.

Æstir stuðningsmenn heimaliðsins brenndu óeinkennisklæddan lögreglumann illa í látunum en aðeins tveir menn voru handteknir eftir þessa ljótu uppákomu. Lögregluyfirvöld í Belgrad segjast fara með málið sem tilraun til manndráps og Knattspyrnusamband Evrópu hefur málið til rannsóknar.

Smelltu hér til að sjá myndband af þessu ljóta atviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×