Ísland sleppur við lengsta ferðalagið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2007 10:50 Úr leik Armeníu og Kasakstan í undankeppni EM 2008 um helgina. Bæði lið eru í sama styrkleikaflokki og Ísland þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2010 á sunnudag. Nordic Photos / AFP Á sunnudaginn verður dregið í riðla í undankeppni HM 2010 í Evrópu. Ísland er í sama styrkleikaflokki og Kasakstan og sleppur því við lengsta mögulega ferðalagið. Ísland og Kasakstan eru í fimmta og næstneðsta styrkleikaflokki. Alls verður dregið í níu riðla - átta þeirra innihalda sex lið og einn riðill fimm lið. Níu lið eru því í hverjum styrkleikaflokki, nema þeim neðsta sem hinniheldur átta lið. Ísland sleppur reyndar afar vel hvað ferðalög varðar því fjögur af þeim sex löndum sem eru hvað fjærst Íslandi í undankeppni HM 2010 eru einnig í fimmta styrkleikaflokki. Hér ræðir um Kasakstan (6158 km), Aserbaídsjan (5180 km), Armeníu (4940 km) og Georgíu (4814 km). Landsliðið gæti þó lent í riðli með Ísrael (5234 km) eða Kýpur (4872 km) sem eru hin löndin af þeim sex fjarlægustu. Vísir stillir hér upp til gamans tveimur riðlum sem Ísland gæti mögulega dregist í. Annars vegar með þeim löndum sem lengst er að ferðast til og hins vegar þeim löndum sem bjóða upp á stystu ferðalögin. Lengsti riðillinn (21.608 km): 1. Grikkland 4160 km (Aþena) 2. Ísrael 5234 km (Tel Aviv) 3. Úkraína 3372 km (Kænugarður) 4. Kýpur 4872 km (Nicosia) 5. Ísland 6. Malta 3970 km (Valletta) Stysti riðillinn (7322 km): 1. Holland 2019 km (Amsterdam) 2. Skotland 1341 km (Glasgow) 3. Norður-Írland 1389 km (Belfast) 4. Wales 1776 km (Cardiff) 5. Ísland 6. Færeyjar 797 km (Þórshöfn) Fyrirkomulagið á undankeppninni er þannig að efstu liðin í öllum níu riðlunum komast beint í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku. Þau átta lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna (af níu riðlum) taka þátt í fjórum umspilsviðureignum, þar sem leikið er heima og að heiman, um laust sæti á HM. Til að ákvarða bestan árangur liða í öðru sæti reiknast aðeins árangur úr leikjum gegn þeim liðum sem náðu fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti viðkomandi riðils. Samtals komast því þrettán Evrópuþjóðir á HM 2010 í Suður-Afríku. Eitt Evrópuland tekur nú þátt í fyrsta skipti í undankeppni HM, Svartfjallaland. Samtals taka 53 þjóðir þátt í undankeppninni en 50 þjóðir tóku þátt í undankeppni EM 2008. Auk Svartfjallalands bætast við lið Austurríkis og Sviss sem tóku ekki þátt í undankeppni EM 2008 þar sem löndin eru gestgjafar úrslitakeppninnar. Evrópulöndin raðast þannig niður í styrkleikaflokka:1. styrkleikaflokkur: 1. Ítalía 2. Spánn 3. Þýskaland 4. Tékkland 5. Frakkland 6. Portúgal 7. Holland 8. Króatía 9. Grikkland2. styrkleikaflokkur: 10. England 11. Rúmenía 12. Skotland 13. Tyrkland 14. Búlgaría 15. Rússland 16. Pólland 17. Svíþjóð 18. Ísrael3. styrkleikaflokkur: 19. Noregur 20. Úkraína 21. Serbía 22. Danmörk 23. Norður-Írland 24. Írland 25. Finnland 26. Sviss 27. Belgía4. styrkleikaflokkur: 28. Slóvakía 29. Bosnía 30. Ungverjaland 31. Moldóva 32. Wales 33. Makedónía 34. Hvíta Rússland 35. Litháen 36. Kýpur5. styrkleikaflokkur: 37. Georgía 38. Albanía 39. Slóvenía 40. Lettland41. Ísland 42. Armenía 43. Austurríki 44. Kasakstan 45. Aserbaídsjan6. styrkleikaflokkur: 46. Liechtenstein 47. Eistland 48. Malta 49. Lúxemborg 50. Svartfjallaland 51. Andorra 52. Færeyjar 53. San Marínó Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Á sunnudaginn verður dregið í riðla í undankeppni HM 2010 í Evrópu. Ísland er í sama styrkleikaflokki og Kasakstan og sleppur því við lengsta mögulega ferðalagið. Ísland og Kasakstan eru í fimmta og næstneðsta styrkleikaflokki. Alls verður dregið í níu riðla - átta þeirra innihalda sex lið og einn riðill fimm lið. Níu lið eru því í hverjum styrkleikaflokki, nema þeim neðsta sem hinniheldur átta lið. Ísland sleppur reyndar afar vel hvað ferðalög varðar því fjögur af þeim sex löndum sem eru hvað fjærst Íslandi í undankeppni HM 2010 eru einnig í fimmta styrkleikaflokki. Hér ræðir um Kasakstan (6158 km), Aserbaídsjan (5180 km), Armeníu (4940 km) og Georgíu (4814 km). Landsliðið gæti þó lent í riðli með Ísrael (5234 km) eða Kýpur (4872 km) sem eru hin löndin af þeim sex fjarlægustu. Vísir stillir hér upp til gamans tveimur riðlum sem Ísland gæti mögulega dregist í. Annars vegar með þeim löndum sem lengst er að ferðast til og hins vegar þeim löndum sem bjóða upp á stystu ferðalögin. Lengsti riðillinn (21.608 km): 1. Grikkland 4160 km (Aþena) 2. Ísrael 5234 km (Tel Aviv) 3. Úkraína 3372 km (Kænugarður) 4. Kýpur 4872 km (Nicosia) 5. Ísland 6. Malta 3970 km (Valletta) Stysti riðillinn (7322 km): 1. Holland 2019 km (Amsterdam) 2. Skotland 1341 km (Glasgow) 3. Norður-Írland 1389 km (Belfast) 4. Wales 1776 km (Cardiff) 5. Ísland 6. Færeyjar 797 km (Þórshöfn) Fyrirkomulagið á undankeppninni er þannig að efstu liðin í öllum níu riðlunum komast beint í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku. Þau átta lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna (af níu riðlum) taka þátt í fjórum umspilsviðureignum, þar sem leikið er heima og að heiman, um laust sæti á HM. Til að ákvarða bestan árangur liða í öðru sæti reiknast aðeins árangur úr leikjum gegn þeim liðum sem náðu fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti viðkomandi riðils. Samtals komast því þrettán Evrópuþjóðir á HM 2010 í Suður-Afríku. Eitt Evrópuland tekur nú þátt í fyrsta skipti í undankeppni HM, Svartfjallaland. Samtals taka 53 þjóðir þátt í undankeppninni en 50 þjóðir tóku þátt í undankeppni EM 2008. Auk Svartfjallalands bætast við lið Austurríkis og Sviss sem tóku ekki þátt í undankeppni EM 2008 þar sem löndin eru gestgjafar úrslitakeppninnar. Evrópulöndin raðast þannig niður í styrkleikaflokka:1. styrkleikaflokkur: 1. Ítalía 2. Spánn 3. Þýskaland 4. Tékkland 5. Frakkland 6. Portúgal 7. Holland 8. Króatía 9. Grikkland2. styrkleikaflokkur: 10. England 11. Rúmenía 12. Skotland 13. Tyrkland 14. Búlgaría 15. Rússland 16. Pólland 17. Svíþjóð 18. Ísrael3. styrkleikaflokkur: 19. Noregur 20. Úkraína 21. Serbía 22. Danmörk 23. Norður-Írland 24. Írland 25. Finnland 26. Sviss 27. Belgía4. styrkleikaflokkur: 28. Slóvakía 29. Bosnía 30. Ungverjaland 31. Moldóva 32. Wales 33. Makedónía 34. Hvíta Rússland 35. Litháen 36. Kýpur5. styrkleikaflokkur: 37. Georgía 38. Albanía 39. Slóvenía 40. Lettland41. Ísland 42. Armenía 43. Austurríki 44. Kasakstan 45. Aserbaídsjan6. styrkleikaflokkur: 46. Liechtenstein 47. Eistland 48. Malta 49. Lúxemborg 50. Svartfjallaland 51. Andorra 52. Færeyjar 53. San Marínó
Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira