Innlent

Vildi vægari dóm eftir að hafa verið sýndur í Kastljósi

Andri Ólafsson skrifar
Sérsveit lögreglu við æfingar.
Sérsveit lögreglu við æfingar.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á sextugsaldri í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni 170 grömm af kannabisefnum sem fundust við leit á heimili hans.

Sýnt var frá leitinni og undibúningi hennar í Kastljósi Sjónvarpsins í mars en Kastljósið var þá með viðamikla umfjöllun um sérsveit lögreglunnar og störf hennar.

Maðurinn sagði fyrir dómi að það hefði verið sér og fjölskyldu sinni afar þungbært að hafa verið gerður að sjónvarpsefni með þessum hætti. Hann benti á að af myndum sem sýndar voru í Kastljósinu hafi heimili hans verið auðþekkjanlegt.

Verjandi mannsins, Halldór Backman, sagði að umbjóðandi sinn hefði sætt ákveðinni refsingu vegna umfjöllunar Kastljóss og krafðist þess að dómari tæki tillit til þess við ákvörðun refsingar.

Verjandinn sagðist líta svo á héraðsdómur hefði fallist á þessi rök að einhverju leiti með dómi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×