Líklegt að kveikt hafi verið í tíu lúxusbílum og báti 10. desember 2007 06:00 Lítið er eftir af glæsikerrunum tíu og spíttbátnum sem einnig var geymdur í portinu. mynd/víkurfréttir „Þetta er náttúrlega ansi sárt enda er þetta tjón upp á að minnsta kosti 70 milljónir,“ segir Ragnar Magnússon, skemmtistaðaeigandi í Reykjavík og eigandi bifreiðanna tíu sem brunnu til kaldra kola í porti við iðnaðarhúsnæði í Vogunum í gærmorgun. Bílarnir voru allir í dýrari kantinum. Þarna var til dæmis stór Hummer, tveir bílar af gerðinni BMW auk Prowler og Dodge Charger sem Ragnar segir hálfgerða safngripi. Bílarnir biðu þess að vera þrifnir og að því loknu hugðist Ragnar selja þá flesta. Félagi Ragnars, Annþór Karlsson sem býr í Vogunum, útvegaði honum geymsluplássið en eigandi lóðarinnar, Ólafur Ragnar Guðsteinsson, vissi ekki af veru bílanna þar. Ekki náðist í Annþór í gær. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði brunavettvanginn í gær en ekkert lá fyrir um upptök eldsins í gærkvöld. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að um íkveikju sé að ræða en við getum þó ekki útilokað að það hafi kviknað í á annan hátt, til að mynda út frá rafmagni,“ segir Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir að lögregla telji ekkert grunsamlegt við veru bílanna í portinu en þeir höfðu aðeins staðið þar í örfáa daga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu ýmsir bæjarbúar furðað sig á þessum dýru bílum í óvöktuðu portinu og þeir sem blaðið ræddi við í gær voru sammála um að það væri „skítalykt af málinu.“ Það voru íbúar í nágrenninu sem urðu varir við eldinn og slökkviliðið var kallað út á sjötta tímanum. „Portið virtist vera alelda þegar við komum á staðinn og það var töluvert um sprengingar,“ segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Greiðlega gekk að slökkva eldinn enda voru aðstæður eins og best var á kosið. Nokkrum klukkustundum fyrr slökkti slökkviliðið eld í gömlum torfkofa á hafnarsvæðinu skammt frá. Lögregla útilokar ekki að brunarnir tveir tengist og að kveikt hafi verið í á báðum stöðum. Ragnar á erfitt með að trúa því að kveikt hafi verið í bílunum af ásettu ráði. „Mér finnst líklegra að einhverjir hafi verið að leika með eld sem hafi farið úr böndunum,“ segir Ragnar. thorgunnur@frettabladid.is Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Þetta er náttúrlega ansi sárt enda er þetta tjón upp á að minnsta kosti 70 milljónir,“ segir Ragnar Magnússon, skemmtistaðaeigandi í Reykjavík og eigandi bifreiðanna tíu sem brunnu til kaldra kola í porti við iðnaðarhúsnæði í Vogunum í gærmorgun. Bílarnir voru allir í dýrari kantinum. Þarna var til dæmis stór Hummer, tveir bílar af gerðinni BMW auk Prowler og Dodge Charger sem Ragnar segir hálfgerða safngripi. Bílarnir biðu þess að vera þrifnir og að því loknu hugðist Ragnar selja þá flesta. Félagi Ragnars, Annþór Karlsson sem býr í Vogunum, útvegaði honum geymsluplássið en eigandi lóðarinnar, Ólafur Ragnar Guðsteinsson, vissi ekki af veru bílanna þar. Ekki náðist í Annþór í gær. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði brunavettvanginn í gær en ekkert lá fyrir um upptök eldsins í gærkvöld. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að um íkveikju sé að ræða en við getum þó ekki útilokað að það hafi kviknað í á annan hátt, til að mynda út frá rafmagni,“ segir Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir að lögregla telji ekkert grunsamlegt við veru bílanna í portinu en þeir höfðu aðeins staðið þar í örfáa daga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu ýmsir bæjarbúar furðað sig á þessum dýru bílum í óvöktuðu portinu og þeir sem blaðið ræddi við í gær voru sammála um að það væri „skítalykt af málinu.“ Það voru íbúar í nágrenninu sem urðu varir við eldinn og slökkviliðið var kallað út á sjötta tímanum. „Portið virtist vera alelda þegar við komum á staðinn og það var töluvert um sprengingar,“ segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Greiðlega gekk að slökkva eldinn enda voru aðstæður eins og best var á kosið. Nokkrum klukkustundum fyrr slökkti slökkviliðið eld í gömlum torfkofa á hafnarsvæðinu skammt frá. Lögregla útilokar ekki að brunarnir tveir tengist og að kveikt hafi verið í á báðum stöðum. Ragnar á erfitt með að trúa því að kveikt hafi verið í bílunum af ásettu ráði. „Mér finnst líklegra að einhverjir hafi verið að leika með eld sem hafi farið úr böndunum,“ segir Ragnar. thorgunnur@frettabladid.is
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira