Innlent

Hellisheiðin lokuð

Hellisheiðin er lokuð vegna umferðaróhapps en fólksbíll og jepplingur rákust saman í Hveradalabrekkunni um hálfníuleytið í kvöld.

Tveir menn slösuðust lítillega í árekstrinum og voru þeir fluttir á slysadeild til skoðunar. Þrengslin eru opin en þar hríðarveður.

Veðurstofan varar við stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt og talsverðri rigningu í nótt og til morguns á sunnanverðu landinu.

Vindhviður hafa verið yfir 30 metrar á sekúndu á Reykjanesbraut, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.

Stórhríð er nú á Fróðárheiði og er varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi vestan Grundarfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×