Innlent

Ölvuð og réttindalaus unglingsstúlka undir stýri

Tvær kátar unglingsstelpur sem brugðu sér á rúntinn í Hveragrði um helgina þurfa að greiða úr flóknum vandamálum eftir að lögreglan stöðvaði þær.

Sú sem ók var ekki nema sextán ára og því réttindalaus og var auk þess við skál. Hún á yfir höfði sér sektir og afskipti barnaverndaryfirvalda.

Sú sem hafði bílinn til umráða sleppur ekki heldur því hún mun að líkindum missa ökuréttindin fyrir að hafa látið réttindalausa og ölvaða stúlku aka honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×