Jafnrétti er auðlind 12. nóvember 2007 01:00 Utanríkisráðherra telur að Íslendingar geti miðlað af þekkingu og reynslu sinni af jafnrétti kynjanna. fréttablaðið/ap Jafnrétti „Fullveldi og sjálfstæði kvenna hefur reynst torsóttara en fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra við lok Kynjafræðiþings Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum síðustu helgi. Ráðherra hóf síðasta dagskrárlið þingsins með hugleiðingu um mikilvægi þess að Íslendingar haldi á lofti umræðu um kynjajafnrétti á alþjóðavettvangi. „Konur annars staðar hafa ekki háð sína fullveldisbaráttu og það er eðlilegt að Ísland tali fyrir kvenfrelsi líkt og það hefur talað fyrir þjóðfrelsi kinnroðalaus.“ Ráðherra sagði jafnframt að Íslendingar hefðu þekkingu og reynslu að miðla á þremur sviðum. Á sviði stjórnun fiskveiða, virkjun endurnýjanlegrar orku og virkjun kvenorkunnar. Jafnrétti væri því jafnframt auðlind sem Íslendingum bæri að nýta. Fræðimenn við Háskóla Íslands ræddu í kjölfarið hugmyndir ráðherrans. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur viðraði þá hugmynd að sett yrði á fót alþjóðlegt fræðasetur um jafnrétti. Ráðherra sagðist ætla að skoða hugmyndina betur og að hún hefði áhuga á að slíkt fræðasetur fjallaði um aðkomu kvenna að friðarviðræðum, friðargæslu og uppbyggingu ríkja eftir stríðsátök. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur sagði feminískar kenningar hafa reynst áhrifaríkar í umfjöllun um hernað. „Ofbeldi gegn einstaklingum er nú viðurkennt sem hluti af hernaði og er það ein merkasta breytingin sem hefur orðið,“ sagði hún og benti á að til marks um breytta hugmyndafræði liti Atlantshafsbandalagið nú á sitt helsta hlutverk við friðargæslu í Afganistan að kenna konum að lesa. Þá var rætt um kröfur stjórnvalda til annarra ríkja og sagði Brynhildur Flóvenz lögfræðingur að skoða þyrfti aðgerðir stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Brynhildur sagði hættulegt að ganga inn í hefðir annarra ríkja í alþjóðasamskiptum stæðust þær ekki kröfur stjórnvalda. Þá spurði hún hvernig bregðast eigi við ef opinber nærvera kvenna misbýður þeim sem íslenska ríkið á samskipti við. Að lokum nefndi Lilja Mósesdóttir hagfræðingur verðugt rannsóknarefni sem gagnast gæti konum. Mikilvægt væri að skoða fríverslunarsamninga milli ríkja í ljósi ólíkra áhrif á karla og konur. Nefndi hún sem dæmi NAFTA-samninginn milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, sem hafi komið illa niður á bæði bandarískum og mexíkóskum konum. Slíkir samningar gætu þó reynst áhrifamiklir í kvenfrelsisbaráttu. Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Jafnrétti „Fullveldi og sjálfstæði kvenna hefur reynst torsóttara en fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra við lok Kynjafræðiþings Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum síðustu helgi. Ráðherra hóf síðasta dagskrárlið þingsins með hugleiðingu um mikilvægi þess að Íslendingar haldi á lofti umræðu um kynjajafnrétti á alþjóðavettvangi. „Konur annars staðar hafa ekki háð sína fullveldisbaráttu og það er eðlilegt að Ísland tali fyrir kvenfrelsi líkt og það hefur talað fyrir þjóðfrelsi kinnroðalaus.“ Ráðherra sagði jafnframt að Íslendingar hefðu þekkingu og reynslu að miðla á þremur sviðum. Á sviði stjórnun fiskveiða, virkjun endurnýjanlegrar orku og virkjun kvenorkunnar. Jafnrétti væri því jafnframt auðlind sem Íslendingum bæri að nýta. Fræðimenn við Háskóla Íslands ræddu í kjölfarið hugmyndir ráðherrans. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur viðraði þá hugmynd að sett yrði á fót alþjóðlegt fræðasetur um jafnrétti. Ráðherra sagðist ætla að skoða hugmyndina betur og að hún hefði áhuga á að slíkt fræðasetur fjallaði um aðkomu kvenna að friðarviðræðum, friðargæslu og uppbyggingu ríkja eftir stríðsátök. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur sagði feminískar kenningar hafa reynst áhrifaríkar í umfjöllun um hernað. „Ofbeldi gegn einstaklingum er nú viðurkennt sem hluti af hernaði og er það ein merkasta breytingin sem hefur orðið,“ sagði hún og benti á að til marks um breytta hugmyndafræði liti Atlantshafsbandalagið nú á sitt helsta hlutverk við friðargæslu í Afganistan að kenna konum að lesa. Þá var rætt um kröfur stjórnvalda til annarra ríkja og sagði Brynhildur Flóvenz lögfræðingur að skoða þyrfti aðgerðir stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Brynhildur sagði hættulegt að ganga inn í hefðir annarra ríkja í alþjóðasamskiptum stæðust þær ekki kröfur stjórnvalda. Þá spurði hún hvernig bregðast eigi við ef opinber nærvera kvenna misbýður þeim sem íslenska ríkið á samskipti við. Að lokum nefndi Lilja Mósesdóttir hagfræðingur verðugt rannsóknarefni sem gagnast gæti konum. Mikilvægt væri að skoða fríverslunarsamninga milli ríkja í ljósi ólíkra áhrif á karla og konur. Nefndi hún sem dæmi NAFTA-samninginn milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, sem hafi komið illa niður á bæði bandarískum og mexíkóskum konum. Slíkir samningar gætu þó reynst áhrifamiklir í kvenfrelsisbaráttu.
Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira