Innlent

Búist við fólkinu til byggða um hádegi

Björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu eru nú að aðstoða ellefu manna hóp á fjórum eða fimm jeppum, sem lentu í vandræðum í Kerlingafjöllum í gærkvöldi. Fólkið hafði komist þar í skála og lét vita þaðan að bílarnir væru fastir eða bilaðir, en síðan rofnaði sambandið. Var því ákveðið upp úr miðnætti að senda tvær björgunarsveit á vettvang til að aðstoða fólkið án þess þó að hætta væri talin á ferðum.

Búist er við að björgunarmenn komi með hópinn og tvo jeppa til byggða í hádeginu. Hinir jepparnir eru bilaðir og verða sóttir síðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×