Innlent

Þjófum sleppt úr haldi

Þrír karlar og ein kona voru látin laus í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum vegna innbrots. Fólkið lét greipar sópa um geymslur í fjölbýlishúsi í austur borginni á föstudagog stal þar ýmsum persónulegum munum.

Þá braust það inn í bíl, en við rannsókn þess máls komst lögreglan á sporið og fann mikið þýfi við húsleit. Verður því nú komið til skila eftir því sem eigendur finnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×