Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur 24. apríl 2007 09:00 Farið er í aðrar áttir en á fyrri plötum sveitarinnar. Stundum tekst þeim frábærlega en á öðrum stöðum er platan ekki upp á marga fiska. Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“