Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur 24. apríl 2007 09:00 Farið er í aðrar áttir en á fyrri plötum sveitarinnar. Stundum tekst þeim frábærlega en á öðrum stöðum er platan ekki upp á marga fiska. Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira