Terem-kvartettinn snýr aftur 15. febrúar 2007 08:00 Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Þessi fjörugi og lífsglaði tónlistarhópur kom fyrst fram á Íslandi á rússneskri menningarhátíð í Kópavogi fyrir tveimur árum og sló þá eftirminnilega í gegn. Þeir nutu dvalarinnar hér og vildu gjarnan koma á ný í Salinn og leika fyrir Íslendinga. Að þessu sinni óskuðu þeir eftir að fá söngkonuna Diddú í lið með sér og mun hún koma fram með þeim um helgina. Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 en hefur frá upphafi fetað ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Félagarnir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og hafa fundið nýjar leiðir til að laða fram hvers kyns tónlist en sköpunargleði hópsins er annáluð um allan heim sem og agi þeirra, kæti og leikræn tilþrif. Hópurinn viðar að sér tónlist úr ýmsum áttum og leikur allt frá umskrifunum fyrir breytta hljóðfæraskipan til þversagnakenndra tónævintýra sem byggð eru á þekktum stefjum eftir meistara á borð við Bach, Mozart, Rossini, Bizet og Piazzolla. Eftir hlé syngur Diddú með kvartettinum og þá eru einnig íslensk lög á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og annað kvöld en nánari upplýsingar um flytjendurna má finna á heimasíðu Salarins. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld. Þessi fjörugi og lífsglaði tónlistarhópur kom fyrst fram á Íslandi á rússneskri menningarhátíð í Kópavogi fyrir tveimur árum og sló þá eftirminnilega í gegn. Þeir nutu dvalarinnar hér og vildu gjarnan koma á ný í Salinn og leika fyrir Íslendinga. Að þessu sinni óskuðu þeir eftir að fá söngkonuna Diddú í lið með sér og mun hún koma fram með þeim um helgina. Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 en hefur frá upphafi fetað ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Félagarnir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og hafa fundið nýjar leiðir til að laða fram hvers kyns tónlist en sköpunargleði hópsins er annáluð um allan heim sem og agi þeirra, kæti og leikræn tilþrif. Hópurinn viðar að sér tónlist úr ýmsum áttum og leikur allt frá umskrifunum fyrir breytta hljóðfæraskipan til þversagnakenndra tónævintýra sem byggð eru á þekktum stefjum eftir meistara á borð við Bach, Mozart, Rossini, Bizet og Piazzolla. Eftir hlé syngur Diddú með kvartettinum og þá eru einnig íslensk lög á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og annað kvöld en nánari upplýsingar um flytjendurna má finna á heimasíðu Salarins.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira