Skólastjóri slysavarnarskóla sjómanna segir mikinn misbrest á að sjómenn stundi lífsnauðsynlegar öryggisæfingar um borð í skipum sínum. Engu að síður hafi tekist að fækka sjóslysum gríðarlega eftir að slysavarnarskólinn komst á flot.
Aldrei hefur verið meiri aðsókn að Slysavarnaskóla sjómanna en það sem af er árinu hafa hartnær 1,500 sjómenn stundað þar nám. Aukningin frá því í fyrra er 75 af hundraði og líklega verða nemendur skólans liðlega tvö þúsund og tvö hundruð á þessu ári.
Markmiðið er að auka öryggi sjómanna.
Skólinn leggur áherslu á að þjálfa sjófarendur í að glíma við hættur sem geta verið miklu erfiðari viðureignar úti á rúmsjó en í landi. Fréttamaður Stöðvar 2 fékk nasasjón af verklegri kennslu í skólanum í dag og var meðal annars hertur í eldi í skóla sem leggur áherslu á tvennt.
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna, segir að sjófarendur þurfti stöðugt að vera viðbúnir og eigi samkvæmt reglugerðum að stunda öryggisæfingar í skipum sínum, einu sinni í mánuði.
Frá því Slysavarnaskóli sjómanna hóf starfsemi fyrir röskum tveimur áratugum hefur banaslysum á sjó fækkað verulega eða úr um 20 á ári í liðlega 2. Einnig hefur orðið merkjanleg fækkun á öðrum alvarlegum slysum á sjó.