Enski boltinn

Brottvísun Bangura frestað

NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnumaðurinn Al Bangura hjá Watford verður ekki rekinn úr landi á Englandi strax eins og fyrirhugað var eftir að máli hans var áfrýjað til innanríkisráðuneytisins.

Bangura leitaði pólitísks hælis í Bretlandi frá Sierra Leone, en til stóð að vísa honum úr landi eftir að hann náði 18 ára aldri. Hann óttast um líf sitt ef hann verður sendur aftur til heimalandsins, þar sem hann þekkir ekki nokkurn mann.

Yfirvöld í Watford og stjórnarformaður knattspyrnufélagsins skárust í leikinn og hafa áfrýjað máli hans og sótt um atvinnuleyfi fyrir hann í landinu. Það myndi tryggja að hann gæti dvalið áfram á Englandi, en þangað kom hann sem unglingur við skelfilegar aðstæður þar sem m.a. var reynt að neyða hann í að stunda vændi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×